Nesstofa við Seltjörn – Saga hússins endurreisn og byggingarlist

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2022 336 13.890 kr.
spinner
Innbundin 2022 336 11.290 kr.
spinner

Nesstofa við Seltjörn – Saga hússins endurreisn og byggingarlist

11.290 kr.13.890 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2022 336 13.890 kr.
spinner
Innbundin 2022 336 11.290 kr.
spinner

Um bókina

Nesstofa við Seltjörn var reist 1761-1767 sem embættisbústaður Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknisins á Íslandi. Árið 1772 var húsinu skipt milli hans og Björns Jónsonar, fyrsta lyfsalans á Íslandi. Árið 1834 var húsið selt og starfsemi landlæknis og lyfsala flutt til Reykjavíkur.  Í þessari bók er byggingarsaga Nesstofu rakin og sagt frá helstu breytingum, sem á henni voru gerðar í tímans rás, auk þess sem brugðið er upp svipmyndum af lífi og störfum fólksins í Nesi eftir því sem heimildir leyfa.

Í þessari bók er byggingarsaga Nesstofu rakin og sagt frá helstu breytingum, sem á henni voru gerðar í tímans rás, auk þess sem brugðið er upp svipmyndum af lífi og störfum fólksins í Nesi eftur því sem heimildir leyfa. Þá er fjallað ítarlega um um endurreisn hússins, sem unnin var af Þjóðminjasafni Íslands í tveimur áföngum, 1980-1986 og 2004-2008, með það markmiði að færa húsið eins nálægt upprunalegri gerð og kostur væri með áherslu á sögulegt gildi þess og byggingarlist; veitir sú frásögn innsýn í vinnuna við endurreisn firðaðra húsa, byggingarsögulegarrannsóknir, hönnun, og smíði.

Danski húsameistarinn Jacob Fortling teiknaði Nesstofu. Í bókinni er rækilegt yfirlit yfir húsagerð hans á heimslóðum, byggingarlist Nesstofu skýrð með hliðsjón af meginþáttum húsagerðar, rými, formi og nytsemd, og öðrum mannvirkjum hans á Íslandi gefinn gaumur, það á meðal Bessastaðastofu, en einnig viðbyggingum við Hóladómkirkju, stöpli og skrúðhúsi, sem höfundur færir rök fyrir að séu verk Fortlings.

Þorsteinn Gunnarsson er arkitekt frá Listháskólanum í Kaupmannahöfn og nam einnig byggingarfornleifafræði við franska fornleifaskólann í Aþenu. Hann hefur hannað endurgerð margra sögulegra bygginga, stundað rannsóknir á steinhúsum átjándu aldar og íslenskri húsagerð +á miðöldum og skrifað bækur um hvort tveggja. Hann ritstýrði bókaflokknum Kirkjur íslands.

Includes summary in English

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Nesstofa við Seltjörn – Saga hússins endurreisn og byggingarlist”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

5.790 kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
5.490 kr.
Placeholder
5.490 kr.
4.990 kr.
2.590 kr.
6.190 kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.

INNskráning

Nýskráning