Skálmöld

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2014 192 3.265 kr.
spinner
Rafbók 2014 990 kr.
spinner
Geisladiskur 2014 Mp3 2.990 kr.
spinner
Kilja 2015 192 3.390 kr.
spinner

Skálmöld

990 kr.3.390 kr.

Skálmöld
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2014 192 3.265 kr.
spinner
Rafbók 2014 990 kr.
spinner
Geisladiskur 2014 Mp3 2.990 kr.
spinner
Kilja 2015 192 3.390 kr.
spinner

Um bókina

Glæsimennið Sturla Sighvatsson er metnaðargjarn og sjálfsöruggur höfðingjasonur sem ætlar sér sífellt meiri völd. Aðrir höfðingjar standa í vegi hans og neita að bugta sig; eftir langvinnar erjur og svik lýstur fjölmennum fylkingum saman á Örlygsstöðum. Í grimmilegum bardaga falla hetjur í valinn, öldungar og unglingar, og eftir á er margs að hefna: upp er runnin skálmöld.

Skálmöld er fjórða bókin í Sturlungabálki Einars Kárasonar en jafnframt sú fyrsta: hér er lýst aðdraganda þess að út braust borgarastyrjöld á Íslandi svo að eldar loguðu og blóðið flaut.

Einar hefur áður gert stóratburðum 13. aldar eftirminnileg skil í Óvinafagnaði, Ofsa og Skáldi, greitt úr söguflækjum og ættartölum, litið inn í hugskot stórlaxa og smælingja og horft á söguna af óvæntum sjónarhóli. En kveikja allra þessara atburða er hér – í metnaði og stolti skeikulla manna.

Fyrri bækur Einars um Sturlungaöldina hafa hlotið einróma lof og glætt mjög áhuga fólks á þessu róstusama tímabili Íslandssögunnar. Ofsi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Einar Kárason er meðal allra vinsælustu höfunda þjóðarinnar og hefur skrifað á annan tug skáldsagna en einnig smásögur, ferðasögur, ævisögur, ljóð, barnabækur, greinar, leikverk og kvikmyndahandrit. Hann hefur hlotið verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, Menningarverðlaun DV tvívegis, fjórum sinnum hefur hann verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og jafnoft til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem hann hlaut 2008 fyrir  Ofsa. Bækur Einars hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og gefnar út víða um lönd.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

1 umsögn um Skálmöld

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

INNskráning

Nýskráning

nýskráning