Út í vitann, eftir breska rithöfundinn Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af hátindum nútímabókmennta, einkum fyrir sakir nýstárlegs frásagnarmáta og sálfræðilegs innsæis. Í bókinni er skyggnst inn í líf fjölskyldu og gesta hennar í sumarleyfi á skosku Suðureyjunum. Virginia Woolf (1882–1941) er einn af fremstu rithöfundum 20. aldar. Hún tilheyrði frægum bókmennta- og listahópi sem kenndur var við Bloomsbury í London. Meðal helstu skáldsagna hennar eru Út í vitann, Frú Dalloway og Orlando.