Þú ert hér://Valeyrarvalsinn

Valeyrarvalsinn

Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson

Kata hjólar út í Samkomuhús því kórinn hennar heldur tónleika á Valeyri í kvöld. Jósa setur gamlar bekkjarmyndir á Facebook en Sidda hlustar á Andrés á safninu segja margþvældar sögur meðan hún bíður eftir Kalla sínum sem hefur tafist í hlöðunni þar sem hann gerir við aflóga þvottavélar. Smyrill skáld reynir að yrkja, séra Sæmunur tekst á við öfl ljóss og myrkurs, hjónin í Valeyrarvinnslunni talast ekki við í dag, Ásta veit ekki hvort það voru reimleikar sem hún upplifði í nótt en Lalli lundi reynir að rifja upp af hverju hann fór í göngutúr…

Valeyrarvalsinn er hrífandi og margradda skáldverk þar sem sextán sögur fléttast saman, kallast á, botna hver aðra og skarast margvíslega enda gerast þær allar á sömu tveimur mínútunum í litlu þorpi. Þetta eru sögur um mannfólkið og það sem kemur fyrir það, sögur um ástir og afglöp og fjölskyldutengsl og öll leyndarmálin, alkunn og djúpt grafin. Persónur, atvik og kenndir kvikna til lífs og tónlistin umvefur allt í ómótstæðilegum texta Guðmundar Andra Thorssonar sem hefur aldrei skrifað betur.

Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur komið út í nokkrum löndum.

 

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 165 2011 Verð 3.100 kr.
Rafbók - 2011 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

6 umsagnir um Valeyrarvalsinn

 1. Nanna Rögnvaldardóttir

  „Það sem einkennir þessa bók helst er hlýjan og væntumþykja höfundar gagnvart sögupersónum sínum – jafnvel þeim misheppnuðu … Valeyrarvalsinn er fyrst og fremst mjög mannleg bók um einstaklinga og það samfélag sem þeir mynda.“
  Ásdís Sigmundsdóttir / Víðsjá

 2. Nanna Rögnvaldardóttir

  „Mjög eftirminnilegt verk, Valeyrarvalsinn – það er örugglega mjög úthugsað, samspil sagnanna innbyrðis, vísanir í tónlist, etc., en bestur er hugurinn.“
  Illugi Jökulsson / pressan.is

 3. Nanna Rögnvaldardóttir


  „… hann fangar ímyndunaraflið, hreinlega kveikir á skilningarvitunum. Valeyrarvalsinn er yndislestur spjaldanna á milli.“
  Jón Agnar Ólason / Morgunblaðið

 4. Nanna Rögnvaldardóttir


  „… hér fer höfundur sem ann viðfangsefni sínu, daglegu spani hversdagsfólks sem lætur lítið yfir sér, stendur ekki í stórræðum, guðsbörnum sem skapari þeirra meðhöndlar af skilningi og hlýju þó brestir séu lagðir fyrir okkur og skýrðir svo við skiljum þessi systkin okkar í þorpinu.“
  PBB / Fréttatíminn

 5. Nanna Rögnvaldardóttir


  „Þetta er fallegt, mannlegt, hlýtt og mjúklega stílað verk hjá Guðmundi Andra – sannarlega yndislestur.“
  Ingi Freyr Vilhjálmsson / DV

 6. Nanna Rögnvaldardóttir


  „Undurfalleg saga, sem ilmar af sól og seltu og mannlegri þrá.“
  Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund