Þú ert hér://Jólamatur Nönnu

Jólamatur Nönnu

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Nanna Rögnvaldardóttir fékk ekki að koma nálægt því að elda jólamatinn fyrr en hún var orðin harðfullorðin en hefur bætt sér það upp síðan. Í þessari glæsilegu jólabók Nönnu er að finna uppskriftir að dýrindis jólamat fyrir hefðbundin jól, ódýr jól, hollustujól, fiskijól, villibráðarjól, góðærisjól, dönsk jól og fljótleg jól.

Í bókinni eru þrautreyndar uppskriftir að hefðbundnum jólamat, nýstárlegar útfærslur á kunnuglegum veisluréttum og ýmislegt alveg nýtt og spennandi. Það eru einnig fjölbreyttar tillögur að mismunandi forréttum, meðlæti og eftirréttum. Þeir sem ekki geta beðið til jóla með matseldina geta spreytt sig á einföldum uppskriftum að ýmiss konar góðgæti til að útbúa á aðventunni.

Nanna setur upp matseðla fyrir sautján ólíkar jólamáltíðir sem hver og ein hefur sitt þema, með forrétti, aðalrétti með meðlæti og eftirrétti, en svo er að sjálfsögðu hægt að blanda þessu saman eins og hver og einn kýs.

 

Verð 4.140 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 169 2011 Verð 4.140 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

3 umsagnir um Jólamatur Nönnu

 1. Nanna Rögnvaldardóttir

  „Það sem gerir bókina sérstaka er skipuleg og aðgengileg framsetning, og uppröðun öll. Það er þægilegt að fá ráðleggingar um hvernig raða megi saman matseðli og svo er líka mikilvægt hvað allar uppskriftirnar eru skýrt fram settar og geta því nýst bæði þeim sem kunna að lesa og hafa áhuga á matargerð og okkur hinum sem höfum langa reynslu en langar að prófa eitthvað nýtt og nýjar aðferðir við hefðbundinn jólamat.“
  Guðrún Ágústsdóttir / svavar.is

 2. Nanna Rögnvaldardóttir

  „Hún er svo falleg að mig langar helst að éta hana … Dásamleg bók með tímalausum uppskriftum.“
  Heiða Þórðar / spegill.is

 3. Nanna Rögnvaldardóttir


  „Nanna hefur persónulegan og innilegan stíl og er sannfærandi höfundur … vís gjöf til margra …“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund