Þú ert hér://Kátir karlar: sagnir, kveðskapur, gamanmál

Kátir karlar: sagnir, kveðskapur, gamanmál

Höfundur: Bragi Þórðarson

Kátir karlar: sagnir, kveðskapur, gamanmál fjallar um skemmtilega karla, sem höfðu húmorinn í lagi og áttu það sameiginlegt að gleðja samferðafólk sitt með gamanmálum og skemmtiefni.

Höfundur bókarinnar, Bragi Þórðarson fyrrverandi útgefandi, hefur áður safnað efni og ritað margar bækur, þar sem greint er frá eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki. Hann þekkir fimm þessara karla persónulega, segir sögur af þeim og birtir eftir þá gamanvísur og annan kveðskap. Þeir eru: Theódór Einarsson, Ragnar Jóhannesson, Ólafur Kristjánsson, Valgeir Runólfsson og Sveinbjörn Beinteinsson.

Sögur af tveimur til viðbótar, Ólafi gossara og Guðmundi Th (Gvendi truntu) hefur höfundur skráð eftir frasögnum samferðafólks. Margar sögur hafa verið sagðar af hnittnum tilsvörum þeirra og kyndugu hátterni.

ATH. Hljóðbókin er streymishljóðbók (Streymi) sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur í streymi.

Hljóðbókin er um 3 klukkustundir að lengd. Höfundur les.

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Streymi - 2018 Verð 990 kr. Setja í körfu
Rafbók - 2019 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /