Sagnasprek: Sögur og sagnir úr Borgarfirði

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2019 990 kr.
spinner

Sagnasprek: Sögur og sagnir úr Borgarfirði

990 kr.

Sagnasprek: Sögur og sagnir úr Borgarfirði
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2019 990 kr.
spinner

Um bókina

Í þessu bókarkorni eru ýmsir þættir, sem ég hef skrifað á undanförnum árum samhliða öðrum bókaskrifum. Fæstir þeirra hafa birst áður. Hér eru þeir endurskráðir með viðbótum og frekari upplýsingum sem seinna hafa borist mér eftir að þeir voru birtir.

Fyrsti þátturinn, um ömmu mína Kristbjörgu Þórðardóttur og afa minn Ásmund Þorláksson, birtist að hluta til í bók minni Æðrulaus mættu þau örlögum sínum (1996). Nú hef ég endurskráð þáttinn og bætt við nánari upplýsingum, sem ég fékk eftir útkomu þeirrar bókar frá föðursystkinum mínum, Þorkeli Ásmundssyni og Guðrúnu Ásmundsdóttur. Einnig frá föður mínum Þórði Ásmundssyni. Stuðst er við frásagnir systkinanna og samtímaheimildir.

Kraftakonan Kristín Pálsdóttir var forkur dugleg, mikil ferðakona og vílaði ekki fyrir sér vosbúð og slark. Ólíkt öðrum konum á þessum árum notaði hún tóbak og þótti brennivín býsna gott. Af hreysti hennar eru sagðar ótrúlegar sögur.

Þórði í Haga kynntist ég persónulega árið 1962 þegar fjölskylda okkar Elínar setti upp sumarbústað í landi hans. Í þættinum rifja ég upp þau góðu kynni og aðrar frásagnir sem lýsa kjarki hans og þrautseigju. Margir hafa spurt: Hver var Þórður í Haga? Er hann raunverulegur bóndi, eða persónugervingur íslenska bóndans frá liðinni tíð? Þeirri spurningu verður ekki svarað hér, en þeir sem kynntust honum gleyma aldrei bóndanum veðurbarða, sem hélt sínu striki í meira en 100 ár. Í næsta kafla á eftir eru þjóðsögur um Skorradalsvatn.

Hraustir Borgfirðingar. Í þættinum er sagt frá séra Snorra á Húsafelli og Kvíahellunni frægu. En aðalefni þáttarins er um Vigfús sterka Auðunsson á Kvígsstöðum í Andakíl sem var hálfgerð þjóðsagnapersóna vegna krafta sinna.

Meiðyrðamál vegna líkræðu er þáttur um Eyjólf Magnússon ljóstoll, sem var þekktur maður á sinni tíð. Hann lærði bókband í Reykjavík, en mun einnig hafa verið við bóklegt nám um skeið. Stundaði aðallega barnakennslu í Borgarfirði, Stafholtstungum, Hvítársíðu og Reykholtsdal. Hann fékk landssjóðsstyrk á árunum 1888-1895 til þess að stunda barnakennslu. Á námsárum sínum í Reykjavík innheimti Eyjólfur ljóstolla og fleiri gjöld og fékk hann þá auknefnið ljóstollur. Eyjólfur var vínhneigður og laus í rásinni. Töluverð eftirmál og umræða varð vegna líkræðu séra Ólafs í Arnarbæli um Eyjólf. Þar sagði presturinn m.a. að drykkjubölið hafi verið mesta ógæfa Eyjólfs. Um Eyjólf hefur verið rætt og ritað á ýmsum stöðum. Í þessum þætti hef ég safnað flestu því sem ég hef heyrt frá honum sagt og lesið um hann.

Aðrir þættir í bókinni, Draumar og reimleikar, Kerlingabækur og sagnir úr ýmsum áttum, eru sagnir, munnlegar eða skriflegar og skýra sig væntanlega sjálfir.

Tengdar bækur

Sæmundarsaga rútubílstjóra
990 kr.5.005 kr.
Baráttufólk
510 kr.990 kr.
990 kr.1.695 kr.
Skagamenn - í gamni og alvöru
1.990 kr.2.990 kr.
Snjóflóð: Ferðahegðun, mat og björgun
5.190 kr.
Hrana saga hrings
990 kr.
Heiðarvíga saga
990 kr.1.490 kr.
Kúgun kvenna
1.190 kr.
Ilíonskviða
1.590 kr.
Odysseifskviða
1.590 kr.
Sendiboði keisarans
1.190 kr.2.290 kr.
Skytturnar IV: Í fangelsi
1.190 kr.1.990 kr.
Skytturnar II: Englandsförin
1.190 kr.
Skytturnar III: Leyndarmálið
1.190 kr.2.290 kr.
Brekkukotsannáll
990 kr.

INNskráning

Nýskráning