Sæmundarsaga rútubílstjóra

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 5.005 kr.
Rafbók 2019 990 kr.
spinner

Sæmundarsaga rútubílstjóra

990 kr.5.005 kr.

Sæmundarsaga rútubílstjóra
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 5.005 kr.
Rafbók 2019 990 kr.
spinner

Um bókina

Svipmyndir úr lífi Sæmundar Sigmundssonar bílstjóra í Borgarnesi. Sæmundur lítur á sjötugasta og fimmta aldursári yfir farinn veg í bókstaflegri merkingu því talnaglöggir menn hafa reiknað það út að hann hafi ekið vegi landsins sem svarar 17 ferðum til tunglsins, eða tæpa sex milljónir kílómetra – og hann er enn að.

Margt hefur verið um Sæmund rætt enda maðurinn löngu orðinn þjóðsagnapersóna. Hann hefur verið ófús til frásagna um líf sitt þar til nú og vafalaust fýsir marga að vita meira. Bragi Þórðarson, rithöfundur og fyrrum bókaútgefandi á Akranesi, skráir hér endurminningar Sæmundar en einnig var fjöldi vina og samstarfsmanna fengnir til frásagna.

Sæmundur rifjar upp æskuárin á Hvítárvöllum og langan og farsælan starfsferil við fólksflutninga og akstur. Oft hefur blásið á móti því baráttan um viðskiptin gat verið hörð, og það má einnig segja um samskiptin við fjármálastofnanir og samgönguyfirvöld. Enda þótt sú barátta hafi stundum verið ofarlega í huga Sæmundar eru samt aðrar minningar sterkari: ,,Að glíma við erfiðar aðstæður og sigrast á óvæntum uppákomum. Það er toppurinn. Samskipti við farþegana og vinátta margra er mér ómetanleg,” segir Sæmundur.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 4 klukkustundir og 53 mínútur að lengd. Bragi Þórðarson les.

INNskráning

Nýskráning