Fréttaritarinn Oddur: ævisaga

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2019 990 kr.
spinner

Fréttaritarinn Oddur: ævisaga

990 kr.

Fréttaritarinn Oddur: ævisaga
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2019 990 kr.
spinner

Um bókina

Fréttaritarinn Oddur er ævisaga Odds Sveinssonar fréttaritara Morgunblaðsins sem Bragi Þórðarson á Akranesi hefur tekið saman.

Oddur var kennari, farmaður, skáld og í forustusveit Ungmennafélagsins, verkalýðsfélagsins og karlakórsins. Hann var heimsborgari, farmaður, kaupmaður og síðast en ekki síst frægasti fréttaritari á Íslandi.

Skondnar og skemmtilegar fréttir Odds í Morgunblaðinu vöktu forvitni og spurningar fréttaþyrstra lesenda um manninn á bak við fréttirnar. Hver var hann? Hvað gerði þessar fréttir svona sérstakar og öðru vísi? Það var eins og maðurinn kæmi aftan úr grárri forneskju, samt voru sumar fréttirnar furðu nútímalegur.

Blaðamenn Morgunblaðsins áttu um langt skeið gott og náið samstarf við Odd á Skaganum, eins og hann var nefndur í daglegu tali. Það var alltaf hressandi að spjalla við hann. Oddi var lagið að sjá það spaugilega í fari náungans og rita fréttina þannig, að hún kom til skila nauðsynlegum upplýsingum, og kitlaði hláturtaugar lesandans. Margir þeirra söfnuðu „Oddi“, eins og það var kallað. Oddur var vinsælasti fréttaritari blaðsins og lesendur söknuðu þess ef ekki birtist klausa frá honum, lítil eða stór eftir atvikum, en svo ósköp mannleg, gjarnan fléttuð kímni eða skáldlegu ívafi:

Hámenntuð kennslukona á skaki
Akranesi 5. júní 1960: – Sá einstæði atburður gerðist hér á Skaga að hámenntuð kennslukona fór á skak með tveim vönum sjómönnum. Var hún svo búin er hún gekk til skips: Í rauðum stakk, bláum buxum og glansstígvélum. Sú var nú ekki fiskifæla því þorskarnir hópuðust að henni og hafði hún varla við að innbyrða þá. Svo kom að þeim vönu fiskimönnum þótti nóg um og flýttu sér að landi lúpulegir mjög.
– Oddur.

Maður missti tá
Akranesi 10. ágúst 1961: -Hr. Jón Rúnar Guðjónsson, Skagabraut 33, efri hæð, fékk síldartunnu ofan á fótinn á sér, ofan í lest. Ein táin hékk á einni taug og litla tá af, hinar marðar.
– Oddur.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 4 klukkustundir og 33 mínútur að lengd. Höfundur les.

Tengdar bækur

Sæmundarsaga rútubílstjóra
990 kr.5.005 kr.
Baráttufólk
510 kr.990 kr.
990 kr.1.695 kr.
Skagamenn - í gamni og alvöru
1.990 kr.2.990 kr.
Snjóflóð: Ferðahegðun, mat og björgun
5.190 kr.
Hrana saga hrings
990 kr.
Heiðarvíga saga
990 kr.1.490 kr.
Kúgun kvenna
1.190 kr.
Ilíonskviða
1.590 kr.
Odysseifskviða
1.590 kr.
Sendiboði keisarans
1.190 kr.2.290 kr.
Skytturnar IV: Í fangelsi
1.190 kr.1.990 kr.
Skytturnar II: Englandsförin
1.190 kr.
Skytturnar III: Leyndarmálið
1.190 kr.2.290 kr.
Brekkukotsannáll
990 kr.

INNskráning

Nýskráning