Þú ert hér://Mamma klikk!

Mamma klikk!

Höfundur: Gunnar Helgason

„Kæri lesandi,

Heldurðu að þú eigir klikkaða mömmu? Bíddu þangað til þú lest um mína! Einu sinni var hún skemmtileg og frábær og fjörug en upp á síðkastið hefur hún snarversnað. Það finnst það öllum!!! Ég gæti gefið þér fullt af dæmum svo þú trúir mér en það er betra að geyma þau bara inni í bókinni. En engar áhyggjur. Ég er með áætlun.

Áætlun: Breytum mömmu! Hún getur ekki klikkað. Og ef þú átt klikkaða mömmu geturðu lært hvernig á að laga hana eins og ég. Opnaðu bara bókina og sjáðu hvernig mér gengur!

Kveðja, Stella 12 ára (aaaaalveg að verða 13)“

Gunnar Helgason skipaði sér í hóp vinsælustu barnabókahöfunda landsins með Fótboltasögunni miklu. Hér sendir hann frá sér drepfyndna sögu um háalvarlegt vandamál sem öll fjölskyldan mun njóta þess að lesa, ekki síst klikkaðar mömmur.

Fyrir Mömmu klikk hlaust Gunnar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 í flokki barnabóka.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 192 2015 Verð 4.390 kr.
Kilja 192 2019 Verð 3.390 kr.
Rafbók - 2015 Verð 990 kr.

4 umsagnir um Mamma klikk!

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Stíllinn í sögunni er léttur og skemmtilegur, fullur af húmor og orðaleikjum sem grípa athyglina … Mamma klikk! er vel skrifuð, hress og frískandi … Hugmyndum [Stellu] um hvað það er að vera venjulegur er snúið á hvolf og hún og lesandinn sjá hvernig við ákveðum sjálf hverju við leyfum að setja okkur skorður og hversu mikilvægt er að vera pínu klikkaður stundum.“
  María Bjarkadóttir / Bókmenntir.is

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Barnabók ársins.“
  Árni Matthíasson / Morgunblaðið

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… stórkostleg barnabók, frábærlega vel skrifuð, skemmtileg, bráðfyndin og yndisleg … Gunnar Helgason hefur lag á því að setja sig í spor unglingsins af svo mikilli einlægni að það er ekki annað hægt en að hrífast með. Það er kúnst að skrifa fyndinn texta sem höfðar bæði til barna og fullorðinna en það heppnast svo sannarlega í þessari afbragðs bók.“
  Hildur Ýr Ísberg / Sirkústjaldið.is

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Frásögnin er leikandi, brjálæðislega fyndin og grípur lesandann heljartökum svo honum reynist erfitt að leggja bókina frá sér. Persónur eru marghliða, vel skapaðar og auðvelt að þykja vænt um þær allar – hverja eina og einustu. Umfjöllunarefnið og sjónarhornið er frumlegt, verðugt og framkvæmt af leikandi snilld. Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér.“
  Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *