Þú ert hér://Meira blóð

Meira blóð


Bjarta síðsumarsnótt árið 1977 kemur maður í eyðilegt þorp nyrst í Noregi. Hann segist heita Úlfur og ætla á veiðar en smám saman kemur í ljós að sjálfur er hann bráðin og veiðimennirnir, eiturlyfjasalar frá Osló, ekki langt undan. Þorpsbúar eru flestir í sértrúarsöfnuði, mótaðir af einangrun og harðri lífsbaráttu á hjara veraldar, og Úlfur á ekki annarra kosta völ en að flétta örlög sín saman við þeirra með kostulegum afleiðingum.

Jo Nesbø heldur sig við það sem hann kann best: biksvartan húmor og ískrandi spennu. Bókin var tilnefnd til Braga-verðlaunanna 2015.

Bjarni Gunnarsson þýddi.

Frá 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 256 2016 Verð 2.790 kr.
Rafbók - 2016 Verð 490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

3 umsagnir um Meira blóð

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… hreinasta rússíbanareið.“
  Dagens Næringsliv

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Æsileg blanda af kímni og alvöru, mýkt og hryllingi, leik og dauða.“
  Berlingske

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Bráðskemmtileg bók, spennandi og með léttu ívafi. Þótt léttleikinn sé alltumlykjandi, minni jafnvel á ævintýri Münchhausens baróns á stundum, er alvaran aldrei langt undan og jafnvel örlar siðferðislegum tóni. Frábær saga og mikill kostur hvað hún er stutt.“
  Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *