Skáldalíf : ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 440 4.140 kr.
spinner

Skáldalíf : ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri

4.140 kr.

Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 440 4.140 kr.
spinner

Um bókina

Eiga þeir nokkuð sameiginlegt, heimsmaðurinn Gunnar Gunnarsson og heimalningurinn Þórbergur Þórðarson? Annar skrifaði bækur á dönsku sem þýddar voru á fjölmörg tungumál; bækur hins voru vel varðveitt leyndarmál á fátalaðri tungu landsmanna. Annar spurði stórra spurninga um tilvist mannsins; hinn var annálaður húmoristi og ólíkindatól.

En þeir voru báðir íslenskir bændasynir, nánast jafnaldra, og þá dreymdi stóra drauma um eigin framtíð og þjóðarinnar. Þeir tóku trú á erlenda stríðsherra, hvorn af sinni stjórnmálastefnu og fór sú trú illa með þá. En báðir höfðu afgerandi áhrif á þróun íslenskra bókmennta.

Halldór Guðmundsson dregur upp einstæða mynd af þessum tveim rithöfundum í samhliða ævisögum þeirra. Hér segir frá æsku og uppvexti, erfiðum sveltiárum og örlagaríkum ástarsamböndum, þrá eftir sveitinni, heimsreisum og endurkomu. Með því að láta þá varpa sterku ljósi hvorn á annan fæst mynd af hvorum um sig sem aldrei hefur áður sést.

Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006.

 

 

 

4 umsagnir um Skáldalíf : ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning