Guðmundur Böðvarsson, bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu, var eitt dáðasta ljóðskáld 20.aldar.

Hann var kallaður „eitt af ævintýrunum í íslenskum bókmenntum “ því svo rækilega sló hann í gegn með fyrstu bók sinni, Kyssti mig sól.

Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði þessa vinsælu ævisögu Guðmundar sem var tekið með kostum og kynjum við útkomu hennar 1994 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin það ár.