Þú ert hér://Allt kann sá er bíða kann

Allt kann sá er bíða kann

Höfundur: Silja Aðalsteinsdóttir

Sveinn R. Eyjólfsson kemst Íslendinga næst því að vera „dagblaðamógúll“. Hann reisti Vísi úr rústum, stofnaði Dagblaðið þegar þeir Jónas Kristjánsson yfirgáfu Vísi með hvelli og gerði það að stórveldi, síðan DV, netmiðilinn Visir.is og Fréttablaðið. Sveinn er maðurinn sem bæði sameinaði málgögn félagshyggjuaflanna og bar ábyrgð á Eimreiðarklíkunni, og lengst af átti hann meirihlutann í Frjálsri fjölmiðlun sem var þá eitt helsta fjölmiðlaveldi landsins. Þrátt fyrir þetta hefur hann sjálfur verið huldumaður, sjaldan veitt viðtöl eða sést á myndasíðum glansblaðanna.

Allt kann sá er bíða kann rekur viðburðaríka ævisögu Sveins, allt frá erfiðum æskuárum til glæsilegs ferils í íslensku viðskiptalífi. Sveinn er sjálfstæðismaður af hugsjón en var þó flokknum óþægur með því að berjast gegn stórfyrirtækjum sem voru í náðinni enda er öll einokun eitur í hans beinum. Umskipti urðu í lífi hans þegar Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota árið 2002. Þá tóku við ár úrvinnslu sem einnig sýndu hvert efni er í manninum.

Silja Aðalsteinsdóttir skráði.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 374 2017 Verð 6.390 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /

9 umsagnir um Allt kann sá er bíða kann

 1. Árni Þór

  „Saga Sveins er feiknavel skrifuð, stíll Silju er lipur og leikandi, en umfram allt er bókin eitthvert hið mikilsverðasta innlegg í sögu fjölmiðla og viðskiptalífs sem fram hefur komið. Saga af margbrotnum persónuleika og aldarspegill í senn. Skyldulesning fyrir alla áhugamenn um þjóðmál.“
  Björn Jón Bragason / Þjóðmál

 2. Árni Þór

  „Bókin um Svein er einkar evl skrifuð. Þar birtist hreinskiptinn og heiðarlegur maður sem óttast ekki það „samfélag óttast“ sem að stjórnmálamenn bjuggu til. Frásagnir af farsælu fjölskyldulífi og fátækt í æsku eru fallegar.“
  Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur

 3. Árni Þór

  „Hér er ekki verið að liggja á neinu heldur talað hreinskilnislega um menn og málefni. Silja skrifar listavel og leiðir lesandann áfram í gegnum þetta magnaða lífshlaup.“
  Steingerður Steinarsdóttir / Vikan

 4. Árni Þór

  „Það er afrek hjá Silju Aðalsteinsdóttur að fá Svein R. Eyjólfsson, fyrrverandi útgefanda DV og hugmyndasmið að Fréttablaðinu, til þess að tala um æsku sína og uppvöxt eins og hann gerir í nýrri ævisögu.“
  Styrmir Gunnarsson / Morgunblaðið

 5. Árni Þór


  „Saga Sveins er mjög áhugaverð. Bókin er um margt merkileg heimild um mikilvægan þátt í íslenskri fjölmiðlasögu en ekki síður um heim sem var, og er að mörgu leyti enn þá, þar sem eldveggirnir sem ættu að vera á milli stjórnmála, viðskipta og fjölmiðla eru lágir eða hreinlega tálsýn. Þá eru sögur af fyrirferðarmiklu fólki af öllum þessum sviðum bæði stórskemmtilegar og mjög dapurlegar.“
  Þórður Snær Júlíusson / Mannlíf

 6. Árni Þór

  „Þetta er þykk og mikil bók, hátt í fjögur hundruð síður um stórmerkilega ævi og feril, og mjög áhugaverð fyrir alla þá sem eru forvitnir um okkar samtímasögu.“
  Einar Kárason / DV

 7. Árni Þór

  „Mikill fengur …“
  Þorvaldur Gylfason / Fréttablaðið

 8. Árni Þór

  „Bókin er skemmtileg, vel skrifuð og fróðleg, allt í senn. Þeir sem hafa áhuga á pólitík síðustu hundrað árin eða svo rífa hana í sig.“
  Svavar Gestsson / svavar.is

 9. Árni Þór


  „Allt kann sá er bíða kann er bók sem á erindi við alla sem vilja kynna sér fjölmiðlasögu Íslands eða það sem gerist í reykfylltum bakherbergjum viðskiptalífsins. Bókin er fágæt heimild um þessa tíma í sögu fjölmiðlanna. Sveinn kemur út úr skugganum og segir sína sögu af einlægni en auðvitað frá sínu sjónarhorni. Sagan á erindi við alla. Sveinn R. Eyjólfsson ruddi brautina fyrir rannsóknarblaðamennsku á Íslandi með því að veita það skjól sem þurfti fyrir óháða blaðamennsku. Hann er útgefandinn sem las hug þjóðarinnar og varð stórauðugur en tapaði svo stríðinu og missti allt. Þjóðin stendur í þakkarskuld við Svein.“
  Reynir Traustason / Stundin

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund