Hér segir frá útvarpsmanninum E, sem hefur um nokkra hríð ekki gert greinarmun á skáldskap og veruleika. Hann hefur gefið út greinasafn og verður fyrir aðkasti frá konum sem annað hvort þekkja sig og vel eða alls ekki í bók hans. E leggur stund á ritstörf á milli þess sem hann heldur við giftar konur, ræðir menningarástandið eða fer í ljós. Dag einn gloprar hann póstkorti út um glugga. Það er upphafið að enn frekari hremmingum.