Þú ert hér://Ástin, drekinn og dauðinn

Ástin, drekinn og dauðinn

Höfundur: Vilborg Davíðsdóttir

„Við erum á vissan hátt heppin,“ segir Björgvin upp úr eins manns hljóði. „Flestir sem fá svona fréttir þurfa að endurskoða líf sitt, jafnvel snúa því á hvolf. Við þurfum þess ekki því við lifum einmitt því lífi sem okkur langar mest til.“ Það má til sanns vegar færa; við höfum látið drauma okkar rætast, hvern af öðrum. En mér finnst þetta samt ósanngjarnt og segi það við hann. „Ósanngjarnt?“ Hann sperrir dökkar brýnnar í spurn. „Væri það sanngjarnara ef einhver annar hefði fengið þetta heilaæxli?

Í Ástinni, drekanum og dauðanum lýsir Vilborg Davíðsdóttir vegferð sinni og hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Vilborg hefur hlotið lof fyrir skáldsögur sínar þar sem sterkar konur fyrri alda takast á við örlög sín. Hér lendir hún sjálf í ógnþrungnu ævintýri sem lætur engan ósnortinn.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 265 2015 Verð 3.690 kr.
Rafbók - 2015 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

5 umsagnir um Ástin, drekinn og dauðinn

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Afskaplega raunsæ, falleg og algjörlega væmnislaus lýsing á því hvernig það er að ganga í gegnum það að maðurinn sem þú elskar greinist með banvænan sjúkdóm … sterkasti hlutinn í bókinni er e.t.v. eftir að hann deyr … Ég er mjög „impressed“ af þessari bók … Ég held að það geti allir samsamað sig og fundið styrk í þessari bók – einmitt út af þessu æðruleysi: Þetta er bara eitt af því sem lífir réttir manni og maður bara vinnur úr því eins vel og maður getur. Afrek.“
  Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Það er eitthvað við látleysið í stílnum hjá henni sem rímar við þetta tilfinningaþrungna æðruleysi sem virðist einkenna viðbrögð þeirra beggja og í glímunni við þennan sjúkdóm … Þetta er mjög sterk bók og fallega skrifuð og sneiðir einhvernveginn hjá öllum þessum pyttum sem að maður óttaðist einmitt.
  Þorgeir Tryggvason / Kiljan

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Bókin snart mig djúpt – reyndar svo að ég keypti hana í morgun og lagði hana ekki frá mér fyrr en að lestri loknum. Vilborg skrifar um erfiða lífsreynslu sína á þann hátt að lesandinn fær djúpa innsýn í líf konu sem upplifir veikindi og dauðastríð eiginmanns síns, föður og tengdamóður en verður um leið að halda reisn sinni gagnvart börnum sínum og öðrum nánum ástvinum. Þetta er sannarlega bók sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.“
  Ragnheiður Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… vel skrifuð og aldrei væmin, myndræn og skáldleg og um leið er hún ofurraunsæ … Sorg og dauða fylgir ekki bara táraflóð, sorg og reiði heldur líka æðruleysi og nýr lærdómur. Um það fjallar Vilborg ákaflega vel og viturlega. Áttatíu lítrar er víst meðaltalið af tárum sem við fellum yfir ævina og hluta þeirra mun lesandinn vafalítið fella við lestur þessarar fallegu bókar.“
  Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Bókin er nístandi fögur og fjallar á svo elskulegan hátt um helstu og æðstu kenndir lífsins að lesandinn kemst á tíðum við án þess þó að fyllast væmni eða velgjutilfinningu. Þar er ritlist Vilborgar komin.“
  Íris Gunnarsdóttir / Hringbraut

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund