Þú ert hér://Blóðug jörð

Blóðug jörð

Höfundur: Vilborg Davíðsdóttir

Árið er 883. Veldi norrænna manna á Bretlandseyjum riðar til falls og Þorsteinn rauður berst við að halda velli á Katanesi þar sem innfæddir gerast æ herskárri. Lífið er hverfult og enginn veit Urðar hug. Á augabragði stendur Auður Ketilsdóttir ein uppi, umkringd óvinum og ábyrg fyrir ungum sonarbörnum. Stefnan er tekin til eylandsins á enda veraldar þar sem ár og vötn eru sögð iða af fiski, jökulhettur ber við himin og sjálf jörðin spýr eldi.

Á suðurströnd Íslands hafa þrælar gert uppreisn og goldið grimmilega fyrir. Nýja landið er vígt blóði. Einn kemst lífs úr þeim hildarleik: maður sem á harma að hefna á ætt Dyflinnarkonungs.

Vilborg Davíðsdóttir lýkur hér þríleiknum um landnámskonuna Auði djúpúðgu með Blóðugri jörð, sjálfstæðri sögu um siglinguna yfir hafið. Fyrri bækurnar tvær, Auður og Vígroði , hlutu fádæma góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og var sú fyrri tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Frá 1.490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 300 2017 Verð 3.990 kr.
Rafbók - 2017 Verð 1.490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

4 umsagnir um Blóðug jörð

 1. Árni Þór

  „Þetta er síðasta bókin en mér finnst eins og Vilborg gæti alveg haldið áfram. Ég hef ekkert nema gott um þessa bók að segja … Hún byrjar þessa bók með glæsibrag … virkilega hreyfir við manni … Það er svo margt þarna sem hún gerir vel. Bæði heldur hún vel utan um allar persónur og hún hefur kynnt sér þennan tíma gríðarlega vel …“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 2. Árni Þór

  „Fortíðin og samtíminn mætast á frábæran hátt í bókinni. Þar blandast saman heillandi sögusvið landnámsaldarinnar og samtíma lýsingar á innra lífi persóna. Ég hef lengi haft áhuga á því að lesa Íslendingasögu sem er full af tilfinningum og hér er hún komin.“
  Andri M. Kristjánsson / RÚV.is (Bestu íslensku skáldverk ársins)

 3. Árni Þór

  „Blóðug jörð er spennandi bók … Persónur eru vel gerðar og það er ekki síst tilfinningaleg dýpt þeirra sem vekur áhuga lesandans og heldur honum föstum við lestur bókarinnar … Auður er í raun og veru flóttamaður sem flúði heimalandið vegna stríðsátaka, flúði til Íslands í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína.“
  Andri Kristjánsson / Víðsjá

 4. Árni Þór


  „… saman byggja skáldskapurinn og óþrjótandi fróðleikur Vilborgar um tímabilið heillandi heim sem erfitt er að kveðja. Umfram allt eru það þó persónurnar, Auður og samferðafólk hennar, sem rísa upp úr þessum magnaða hafsjó fortíðar og lifa lengi með lesandanum.“
  Maríanna Clara Lúthersdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund