Þessi fallega bók um býflugur er margverðlaunuð um allan heim. Hunangið drýpur af síðum hennar.

Höfundurinn, sem er einhver fremsti myndskreytir Evrópu nú um mundir, ólst upp í pólskri sveit þar sem faðir hans var býflugnabóndi.

Hann fræðir okkur um fjölbreytt hlutverk býflugnanna, sögu þeirra og hvað gerir þær að mikilvægustu lífverum jarðar.