Er fullveldi okkar ógnað með Evrópusambandsaðild?

Ganga nashyrningar Ionescos lausir á Íslandi?

Er íslenska þjóðkirkjan þóknanleg trúleysingjum?

Eru ESB-sinnar og útrásarvíkingar einn og sami hópurinn?

Eru Magnús og Eyjólfur Framsóknarmenn?

Er Ísland lokað Afríkumönnum?

Þessum og fleiri spurningum svarar Bjarni Harðarson, fyrrverandi alþingismaður og bóksali á Selfossi, í áhugaverðu greinasafni. Í upphafskafla bókarinnar gerir hann grein fyrir þeim atburðum sem urðu til þess að hann sagði af sér þingmennsku fyrir Framsóknarflokkinn. Þar er einnig að finna áður óbirtar upplýsingar um aðdraganda þess að slitið var 12 ára stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.