Þú ert hér://Stofuhiti

Stofuhiti

Höfundur: Bergur Ebbi Benediktsson

Leggðu niður spilin áður en þú springur. Þú þarft ekki að springa. Sprengingar eru til þess að kveikja elda, en það logar nú þegar. Njóttu þess að brenna. Njóttu þess að brenna við stofuhita.

Stofuhiti er beitt og knýjandi krufning á samtímanum þar sem rýnt er í samfélagsmiðla, sítengingu, hryðjuverk, gagnaleka og margt annað sem hefur gríðarleg áhrif á sjálfsmynd okkar, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. Getur verið að þrátt fyrir upphafningu einstaklingsins sé hann að þurrkast út? Að þrátt fyrir síaukið upplýsingaflæði og gagnsæi stjórnist veröldin af dulmagni?

Bergur Ebbi, skáld, pistlahöfundur og uppistandari, skrifar af snerpu og eldmóði um veruleika líðandi stundar – það sem á okkur brennur: Hver erum við og hvert ætlum við?

ATH. Hljóðbókin er streymishljóðbók (Streymi) sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur í streymi.

Hljóðbókin er um 4 klukkustundir að lengd.

Höfundur les.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 218 2017 Verð 3.790 kr.
Rafbók - 2017 Verð 990 kr.
Streymi - 2017 Verð 990 kr. Setja í körfu
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / / / / /

5 umsagnir um Stofuhiti

 1. Árni Þór

  „Bókin er vel skrifuð, vekjandi og skemmtileg. Lesandinn kynnist aragrúa hugmynda og stöku sinnum er eins og höfundur leggi sjálfan sig á skurðarborðið … Er þetta svar þessarar kynslóðar á Bréfi til Láru? … Leitin heldur áfram og við stöndum uppi, vandræðaleg með yfirþyrmandi upplýsingar og aðgang að allri þekkingu og allri speki. Vandinn er bara sá hvað við eigum að gera við þetta allt.“
  Skúli S. Ólafsson / FB

 2. Árni Þór


  „Bráðskemmtilegt ferðalag um samfélag og samtíma höfundar sem á framtíðina fyrir sér.“
  Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið

 3. Árni Þór


  „Bergur Ebbi er góður pistlahöfundur og kann með snörpum stíl að halda athygli … Góðu sprettir Bergs Ebba eru mjög góðir … bókin teymir lesandann áfram í forvitni um hvað honum detti næst í hug … Skrif hans um samskipti á samfélagsmiðlum, einelti og mannorðsmissi eru sérstaklega góð og djúp … Raunar verður bókin einhvern veginn betri og betri eftir því sem á líður og Bergur Ebbi kemst oft á slíkt flug að það er ekki laust við að maður punkti niður hjá sér „dúndur“ eftir kafla eins og um Tupac. Fyndnina má heldur ekki vanmeta, sem höfundur hefur nóg af. Rýnir mun aldrei geta hugsað um Biblíuna hér eftir án þess að hugsa til Subway-salats.“
  Júlía Margrét Alexandersdóttir / Morgunblaðið

 4. Árni Þór

  „Nýstárleg og skemmtileg tilraun til að bregða ljósi á samtímann … áhugaverð bók, vel skrifuð og þótt alvara kraumi undir er stutt í kímnina.“
  Steingerður Steinarsdóttir / Vikan

 5. Árni Þór

  „Þetta er bókin sem mann vantaði, svona ungan gæd að þessum samtíma sem verið að er að smíða … Bergur Ebbi er skemmtilegur penni, fyndinn, einlægur, glöggur og hefur svona líka mikinn áhuga á þessu monsteri sem mannkynið er að skapa dag frá degi. Hann skammtar manni sársannar skemmtisögur úr eigin lífi og rifjar upp sorglega fyndna tíma.“
  Hallgrímur Helgason / FB

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *