Hestvík
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 163 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 163 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Ísinn í sjoppunni við Valhöll hlaut að bragðast guðdómlega. Þar sem fólki var áður drekkt eins og kettlingum í poka eða það sundurlimað fyrir að stela tvinna var nú boðið upp á pönnukökur með þeyttum rjóma. Síðan var hægt að kasta peningi ofan í gjá og óska sér heppni og hamingju.
Það er liðið á sumar og lyngilmurinn í Grafningnum fyllir vitin. Frá sumarbústöðunum sjást Nesjaey og Sandey stinga kryppum sínum upp úr vatninu og stundum siglir þar bátur. Fólk er hingað komið til að vera í friði með minningar sínar og leyndarmál. Kvöldin eru orðin dimm og erfitt að finna þá sem týnast.
Gerður Kristný er höfundur á þriðja tugar bóka. Hestvík er þriðja skáldsaga hennar fyrir fullorðna.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 33 mínútur að lengd. Höfundur les.
Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:
11 umsagnir um Hestvík
Árni Þór –
„Höfundarverk Gerðar Kristnýjar er bæði fjölbreytt og magnað og staðsetur hana í fremsu röð íslenskra rithöfunda … tregafull og fallega skrifuð skáldsaga um barnæskuna … Í Hestvík koma saman allir helstu kostir Gerðar Kristnýjar sem rithöfundar: Framúrskarandi stílisti, mátulega harmræn og húmorísk í bland í ljóðræðum og vönduðum texta sem er vel fram settur …Öndvegisbók sem er án efa ein af bestu bókum ársins.“
Björgvin G. Sigurðsson / Suðri
Árni Þór –
„… Hestvík er magnað verk … Það er létt yfir sögunni í byrjun en smám saman hellist óhugnaðurinn yfir og það liggur svo margt í loftinu að lesandinn verður eiginlega bara hjartveikur eins og aðalpersónan sjálf. Gerður Kristný skapar einstakt andrúmsloft í Hestvík.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
Árni Þór –
„… hér tekst að skapa frásögn sveipaða dulúð og spennu … Allt leggst saman á eitt til að framkalla hana, persónur, andrúmsloft og stíll. Þetta er helvíti vel af sér vikið.“
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson / Starafugl
Árni Þór –
„Það er erfitt að leggja bókina frá sér … Nokkrum dögum eftir lesturinn virðist sögunni takast að hafa áfram áhrif, hugurinn reikar til mæðginanna í bústaðnum, náttúrufegurðarinnar við Þingvallavatn og myrkrið sem verður ekki flúið þegar sumri hallar.“
Þórdís Edda Jóhannesdóttir / Hugrás
Árni Þór –
„Marglaga og skemmtileg skáldsaga sem flestir ættu að geta haft gaman af.“
Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið
Árni Þór –
„Sagan er virkilega vel samin og samsett með ítrustu varkárni. Vel staðsettar vísanir í menningu barna ýfa þannig upp nostalgíuna í okkur öllum, þó með drungalegum undirtón sem erfitt verður að hrista af sér.“
Jóhanna María Einarsdóttir / DV
Árni Þór –
„Frásögnin flæðir vel. Textinn er lágstemmdur og meitlaður, og sver sig í ætt við ljóð höfundar sem eru knöpp en segja engu að síður mikla sögu … Hestvík sýnir hversu snjall höfundur Gerður Kristný er og leikin í því að skapa sögu sem hefur allt að því seiðandi aðdráttarafl á lesandann. Ég er bara að átta mig á því hér í þessum skrifuðu orðum að ég hef beðið Hestvíkur í bráðum tuttugu ár …“
Vera Knútsdóttir / Bókmenntir.is
Árni Þór –
„Knappur stíll og látlaust yfirbragð textans verður til þess að óhugnaðurinn og spennan læðist aftan að lesandanum og kemur honum að óvörum … Þegar líður á bókina hleypur spenna í atburðarrásina og það liggur við að bókin líkist spennusögu undir lokin … fallegt verk með óhugnanlegum undirtóni …“
Guðrún Baldvinsdóttir / Víðsjá
Árni Þór –
„Mjög vel gert og áhrifaríkt.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
Árni Þór –
„Gerður skapar andrúmsloft sem gerir mann hálfímyndunarveikan … Ákaflega vel samið og vel skrifað … Gríðarlega vel heppnuð skáldsaga.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Árni Þór –
„Yfirborðið er slétt og flellt en undir niðri kraumar myrkur. Frábærlega skrifað.“
Árni Matthíasson