Þú ert hér://Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf

Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf

Höfundar: Gerður Kristný, Halldór Baldursson

Forsetinn ætlar til útlanda! Það á að krýna ný konungshjón og prinsessan, vinkona hans, bauð honum í veisluna. En í höllinni er eitthvað dularfullt á seyði.

Gerður Kristný er margverðlaunaður og afar fjölhæfur rithöfundur sem gefið hefur út bækur fyrir lesendur á öllum aldri. Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf er þriðja bók Gerðar Kristnýjar um þessar fjörugu persónur sem notið hafa mikilla vinsælda bæði í bókum og á sviði Þjóðleikhússins.

Halldór Baldursson myndskreytir söguna ríkulega.

ATH. Hljóðbókin er streymishljóðbók (Streymi) sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur í streymi.

Hljóðbókin er um eina klukkustund í hlustun. Höfundur les.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 73 2011 Verð 3.310 kr.
Rafbók - 2012 Verð 990 kr.
Streymi - 2018 Verð 1.490 kr. Setja í körfu
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

3 umsagnir um Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf

 1. Nanna Rögnvaldardóttir

  „… fyndin og leyndardómsfull, svolítið ógnvekjandi og spennandi og alveg hreint bráðskemmtileg.“
  María Bjarkadóttir, Bókmenntavefurinn

 2. Nanna Rögnvaldardóttir


  „Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf er sprellfjörug skemmtilesning, ekki bara fyrir börn, heldur fyrir alla sem langar að gleyma sér um stund með forsetanum glaðlynda og vinum hans.“
  Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið

 3. Nanna Rögnvaldardóttir

  „Hröð atburðarás, skemmtilegur sögumaður, æðislegar hugdettur og snarpir snúningar einkenna þessa sögu sem er bæði til lestrar fyrir nýlæsa (7-10) og fyrir orkufulla foreldra sem vilja fara á flug í kvöldlestri fyrir yngri krakka.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatími

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sömu höfunda