Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2022 504 4.890 kr.
spinner

Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness

4.890 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2022 504 4.890 kr.
spinner

Um bókina

ÍA vann fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1951 og var það í fyrsta sinn sem Íslandsbikarinn yfirgaf höfuðborgina. Titlarnir komu á færibandi næstu áratugi og fljótlega varð Akranes þekkt sem knattspyrnubærinn. Hér er saga knattspyrnunnar á Akranesi rakin í máli og myndum frá 1922 til okkar dags og knattspyrnuiðkun beggja kynja gerð góð skil.

„Þetta er allt Akranes, það er fótboltinn,“ sagði Gunnar Sigurðsson, forystumaður knattspyrnunnar í rúma þrjá áratugi, eftir að ÍA hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í átjánda sinn árið 2001. Titlarnir eru fjölmargir og sögurnar enn fleiri. Sögur af forgöngumönnunum, úttroðnum hrútspungum sem notaðir voru sem boltar, baráttu Kára og KA, gullöldum, úrslitaleikjum á Laugardalsvelli og í Indónesíu, bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar, yfirvofandi gjaldþroti og bæjarsálinni sem sló í takt við fótboltann.

Í bókinni stíga fjölmargar kempur af báðum kynjum fram á völlinn og nægir þar að nefna Rikharð Jónsson, Halldór Sigurbjörnsson, Þórð Þórðarson, Svein Teitsson, Teit Þórðarson, Matthías Hallgrímsson, Guðjón Þórðarson, Karl Þórðarson, Sigurð Jónsson, Ólaf Þórðarson, Laufeyju Sigurðardóttur, Vöndu Sigurgeirsdóttur, Rögnu Lóu Stefánsdóttur, Jónínu Víglundsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

4.090 kr.
3.290 kr.
Placeholder
4.090 kr.
Placeholder
2.590 kr.
Placeholder
2.590 kr.
Placeholder
2.590 kr.
Placeholder
3.390 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
Placeholder
4.290 kr.

INNskráning

Nýskráning