Þú ert hér://Minnisbók

Minnisbók

Höfundur: Sigurður Pálsson

Í Minnisbók rekur Sigurð Pálsson skáld minningar sínar frá Frakklandi á árunum 1967–1982. Hann kemur til Parísar á miklum óróa- og uppreisnartímum, nítján ára nýstúdent og prestssonur að norðan, og hefur nám í frönsku og síðar leikhúsfræðum og bókmenntum við Sorbonne-háskóla. Heim fer hann fullmótað skáld að námi loknu. Sagan einkennist af frásagnargleði, einlægni og ljúfsárum tilfinningum. Þetta er fyndin og töfrandi lýsing á tíðaranda, aldarspegill mikilla umbrota í vestrænni sögu. Maí ´68, Janis, Jim og Jimi, Montparnasse, Gata Meistara Alberts, Listaskáldin vondu … Ótalmargar persónur skjóta upp kollinum, sumar heimsþekktar, aðrar óþekktar og jafnvel nafnlausar, en allar dregnar skýrum dráttum.

Í endurminningaþríleik Sigurðar eru einnig Bernskubók og Táningsbók.

Sigurður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók árið 2007.


Verð 2.375 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin - 2007 Verð 2.580 kr.
Kilja - 2008 Verð 2.375 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

4 umsagnir um Minnisbók

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Fágætlega góð … einhver skemmtilegasta endurminningabók sem ég hef lesið, Þetta er sælgæti … maður smjattar á hverri setningu … afskaplega hrífandi stemning … maður verður fylgisveinn þinn … aldeilis yndisleg bók.“
  Sigmundur Ernir Rúnarsson / Mannamál / Stöð 2

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… ein skemmtilegasta endurminningabók sem ég hef lesið um árabil.“
  Þröstur Helgason / Lesbók Mbl.

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Sigurður Pálsson er eitt af meiriháttar ljóðskáldum tuttugustu aldar. Og ekki nóg með það – ég held að í hugum mjög margra sé Sigurður holdgervingur „skáldsins“ sjálfs. Sem slíkur er hann órjúfanlegur hluti af miðbæ Reykjavíkur ekki síður en íslensku menningarlífi og ætti eiginlega að setja hann á heimsminjaskrá.“
  Jón Yngvi Jóhannsson / Ísland í dag / Stöð 2

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… Og þetta er unaðsleg bók. Ég naut hvers einasta kafla og skældi þegar ég lauk við hana. Marga kaflana las ég upphátt fyrir eiginmanninn og við hlógum og grétum í kros … Ég tek mér orð ástsæls sálaðs klerks í munn og segi: Hafi höfundur og útgáfa innilega þökk fyrir góða bók.“
  Silja Aðalsteinsdóttir / tmm.is

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund