Höfundur: Zanna Davidson

Stjáni og stríðnispúkarnir 4 – Púkar á ferð og flugi er fjórða bókin í flokki innbundinna barnabóka um Stjána og fimm stríðnispúka sem hann fann eitt kvöldið í sokkaskúffunni sinni.

Að þessu sinni fá litlu púkarnir að fara með Stjána á Spánarströnd en það gengur ekki áfallalaust að koma þeim um borð í flugvélina.