Stóri skjálfti
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 298 |
|
||
Kilja | 2016 | 298 |
|
||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 298 |
|
||
Kilja | 2016 | 298 |
|
||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Um bókina
Blóðbragð í munninum. Blaut lærin nuddast saman, ég hef migið á mig í krampanum. Þetta er ekki að gerast. Hvar er hann? Verkurinn í enninu ágerist, eitthvað þrýstir á æðarnar, skall ég á höfuðið? Hljóp hann út í umferðina? Þá væri kominn sjúkrabíll. Eða hvað?
Saga rankar við sér eftir flogakast á gangstétt við Miklubrautina og þriggja ára sonur hennar er á bak og burt. Það síðasta sem hún man er tveggja hæða strætisvagn sem vegfarandi efast um að hún hafi í raun og veru séð. Næstu daga drottnar efinn yfir huga hennar. Hvað gerðist fyrir flogið? Hverju getur hún treyst? Og hvernig getur hún botnað nokkuð í tilfinningum sínum þegar minnið er svona gloppótt?
Skáldsögur Auðar Jónsdóttur hafa vakið athygli hér heima og erlendis fyrir fágæta blöndu af nístandi einlægni og húmor. Stóri skjálfti er áleitin og spennandi saga sem ber öll bestu einkenni höfundar síns.
5 umsagnir um Stóri skjálfti
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Hvilík grunnhugmynd! … fljótlega var ég kominn á kaf í eina af bestu bókum Auðar og – fyrir vikið augljóslega – einn af öldutoppum flóðsins ‘15.“
Þorgeir Tryggvason /
„Skáldsaga árins.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Mjög sniðug nálgun … Auður er rosalega flinkur sögumaður og ótrúlega vel skrifandi og leiðir mann svo vel í gegnum þetta … Hún er svo góð í að lýsa venjulegu fólki – gera venjulegt fólk áhugavert, gera venjulegt fólk spennandi. Mjög góð bók.“
Egill Helgason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Snilldarleg leið til þess að segja fjölskyldusögu … Auður er ótrúlega flink í að draga upp fulla mynd af hverri og einni persónu fyrir sig … Hún rígheldur mér. Ég lifði mig alveg inn í þetta allt saman … Ég væri til í að lesa skáldsögu um hverja og eina persónu í þessari bók.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Auður verður betri stílisti með hverri bókinni sem hún sendir frá sér og Stóri skjálfti er sennilega hennar best skrifaða bók til þessa. Maður bókstaflega smjattar á textanum og vill helst lesa suma kaflana aftur og aftur, hátt og í hljóði. Persónurnar eru þrívíðar, mannlegar og breyskar, vel mótaðar og sterkar, persónur sem við teljum okkur þekkja úr hinum svokallaða raunveruleika, en förum svo auðvitað að efast um það við lesturinn að við þekkjum nokkra manneskju í raun og veru, jafnvel ekki einu sinni okkur sjálf.“
Friðrika Benónýsdóttir /
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Allt persónugalleríið er áhugavert og lifnar við á síðunum … Auður leikur sér listavel með þessar hugmyndir, um sjálfsmynd og veruleika, yfirborð og það sem undir leynist í samskiptum. Stóri skjálfti er áhrifarík og grípandi skáldsaga, hiklaust ein af bestu bókum ársins. Auður hefur fyrir löngu sýnt hve góður sögumaður hún er en hér eru tök hennar á stílnum sterkari en nokkru sinni, áreynslulaust og í fallegu flæði er skipt á milli hugsana og veruleika, fortíðar og nútíðar, þar sem undir liggja áhugaverðar og djúpar hugmyndir um hvað er að vera maður og lifa í samfélagi með öðrum. Lesandinn getur ekki annað en hrifist með.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið