Þú ert hér://Vísindabók Villa 2

Vísindabók Villa 2

Höfundur: Vilhelm Anton Jónsson

Vísindin eru ótæmandi brunnur því heimurinn okkar er svo rosalega merkilegur og skrýtinn. Sumt virðist flókið en er einfalt, en annað sem virðist sáraeinfalt og hversdagslegt er í rauninni hrikalega flókið. Þá er heppilegt að hver einasta manneskja, sem er forvitin um heiminn í kringum sig, er ofurhetja. Já, þú last rétt: ofurhetja!

Vísindabók Villa sló rækilega í gegn. Hér kannar Villi áfram á skemmtilegan og einfaldan hátt undur alheimsins og vísindanna. Meðal annars fjallar hann um dínamít, lofthjúpinn, andefni, steingervinga og snjókorn. Bókin geymir auk þess fjölda skemmtilegra tilrauna sem hægt er að gera heima.

Vísindabók Villa 2 opnar leið inn í undraheim vísindanna sem gaman er að týna sér í.

Verð 4.450 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 97 2014 Verð 4.450 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

2 umsagnir um Vísindabók Villa 2

  1. Bjarni Guðmarsson


    „Aðdáendur Vísindabókar Villa verða ekki sviknir af framhaldinu. Það skín gegnum bækurnar tvær að Vilhelm Anton hefur brennandi áhuga að fræða börn, og aðra áhugasama, um heiminn og allt það sem kringum okkur er án þess að við gefum því svo mikinn gaum daglegu lífi. Vísindabók Villa er jafn frábær og fyrri bókin og fer vonandi sama stall og hún heimilum fróðleiksþyrstra fjölskyldna.“
    Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

  2. Bjarni Guðmarsson


    Þetta er mjög góð Vísinda-Villa bók og hún er mjög vel teiknuð … það er mjög skemmtilegt að gera tilraunir … Mig langar að verða vísindamaður þegar ég verð stór af því að mér finnst það svo áhugavert og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“
    Eldar Arnarsson (næstum því 7 ára) / Fréttatíminn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *