Þarftu að útbúa nesti, skipuleggja saumaklúbb eða smáréttaveislu, undirbúa bröns, kósíkvöld eða partí?

Vantar þig hugmyndir að áleggi á brauðið, mauki til að setja á kexið eða ídýfu fyrir flögurnar? Hér er gnægð hugmynda og uppskrifta af ýmsu tagi fyrir hverskyns tækifæri:

• Bragðbætt ostamauk og smurostar
• Grænmetis- og baunamauk og ídýfur
• Holl salöt
• Kæfur og paté
• Sultur og sætmeti – með og án sykurs

Uppskriftir við allra hæfi – sveitapaté og beikonsulta fyrir kjötæturnar, makrílmauk og maríneruð síld fyrir þá sem kunna að meta fisk og margskonar uppskriftir fyrir grænmetisætur og grænkera.

Nanna Rögnvaldardóttir hefur sent frá sér fjölda matreiðslubóka og er þekkt fyrir einfaldar og aðgengilegar uppskriftir að ljúffengum mat.