Höfundar: Rose Lagercrantz, Eva Eriksson

Dinna heldur að hún sé kannski hamingjusamasta manneskja í heimi. Sérstaklega eftir að hún byrjar í skólanum. Allt gengur svo vel – og verður bara betra og betra. Hún eignast vinkonu!

En síðan gerist svolítið sem hún átti ekki von á. Og svo gerist enn fleira …

Hamingjustundir Dinnu er fyrsta bókin í sænska bókaflokknum um Dinnu og sú fyrsta sem kemur út á íslensku. Þær hafa verið þýddar á mörg tungumál og unnið til fjölmargra bókmenntaverðlauna.

Myndskreytt bók fyrir byrjendur í lestri.

Þýðing úr sænsku: Guðrún Hannesdóttir.