Davíð Hörgdal Stefánsson er fæddur árið 1973. Eftir hann liggja ljóðabækur, smásagnasafnið Hlýtt og satt og ótal kennslubækur í íslensku, menningarlæsi og skapandi skrifum.

Heimaslátrun er fjórða ljóðabók Davíðs og sú fyrsta í 17 ár. Í fyrri hluta bókarinnar er að finna margboðaðan og hlaðinn ljóðareiðilestur frá árinu 2004–2006. Viðfangsefnin eru margvísleg: Markaðskjötskurður á mannlegri tilvist, stríðsrekstur, nautasæði, neysluhyggja og ekki síst kuldalegar slátrunaraðferðir á dýrum.

Vinur 01009
Glæðir 02001
Pontíus 02028

Þrír kálfar með fljótandi hnetti fyrir augu
ég veit ekki með líf á öðrum hnöttum
en það er líf í þessum
og þykkar bleikar hrjúfar leitandi tungur þeirra
sleikja fingur mína í fjósinu.

Í síðari hluta bókarinnar, Vögguvísur og krepptir hnefar, er að finna 27 ljóð, stutt og löng, gömul og ný, mjúk og hörð.

Mannshöfuð á mjúkum kodda
saumað í hann
Mennirnir elska, missa, gráta og sakna
og höfuðið sígur hægt undan heimsins þunga
sígur í átt að svefni og draumi
dúnninn í verinu gefur eftir
sígur höfuð og sígur sígur
og lykst um það dúnhjálmur drauma

– hluti af söluverði hverrar bókar rennur til Samtaka grænkera á Íslandi – graenkeri.is –