Hugurinn einatt hleypur minn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2020 180 4.290 kr.
spinner

Hugurinn einatt hleypur minn

4.290 kr.

Hugurinn einatt hleypur minn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2020 180 4.290 kr.
spinner

Um bókina

Bókin Hugurinn einatt hleypur minn kom út í byrjun október í útgáfu Félags ljóðaunnenda á Austurlandi. Bókin, sem er 180 síður að stærð, geymir kveðskap austfirskrar skáldkonu sem fædd var árið 1813. Hún hét Guðný Árnadóttir og var á sinni tíð þekkt undir heitinu Skáld-Guðný. Rúmlega þriðjungur bókarinnar er ítarleg og áhugaverð ritgerð um æviferil og kveðskap hennar. Höfundar eru Helgi Hallgrímsson og Rósa Þorsteinsdóttir.

Mikill hluti af kvæðum Guðnýjar hefur varðveist í handriti sem skráð var í Hornafirði árið 1876 og er nú í Héraðsskjalasafni Austfirðinga á Egilsstöðum. Afkomendur hennar í Lóni og Hornafirði hafa líka varðveitt kvæði eftir formóður sína sem er ómetanlegt.

Guðný var fædd á Valþjófsstað í Fljótsdal en ólst að mestu upp í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, lengst á Kappeyri í Fáskrúðsfirði. Hún flutti að Arnheiðarstöðum í Fljótsdal með foreldrum sínum nítján ára gömul, til Vigfúsar Ormssonar prests sem var frændi Hallgerðar, móður Guðnýjar. Þar lenti Guðný í miklum hremmingum því að prestur vildi taka hana sér fyrir konu þótt hann væri aldraður orðinn og nær blindur. Frá þessu slapp hún þó og giftist síðar Bjarna Ásmundssyni. Þau bjuggu eða voru í húsmennsku víða á Fljótsdalshéraði en eftir að hún varð ekkja flutti hún til Bjarna sonar síns að Hvalnesi í Lóni. Þar lést hún árið 1897.

Saga Guðnýjar Árnadóttur er sérstök og mjög áhugaverð. Hún var alin upp við mikla fátækt og átti að mörgu leyti erfiða ævi en skildi eftir sig mikinn fjársjóð í ljóðum, rímum og lausavísum. Lítið hefur áður birst af kveðskap Guðnýjar en nú leita kvæðin lesenda þegar liðið er nokkuð á aðra öld frá dauða höfundarins.

Tengdar bækur

Placeholder
kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.
3.890 kr.
3.190 kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.
5.890 kr.
2.690 kr.
1.790 kr.
1.290 kr.

INNskráning

Nýskráning