Þú ert hér://Kalt er annars blóð

Kalt er annars blóð

Höfundur: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

Í Kalt er annars blóð er glæpasagnaformið fléttað glæsilega saman við íslenska sagnahefð og íslensk örlög í nútíð og fortíð eins og Þórunni Jörlu einni er lagið. Í kuldalegri Reykjavíkurborg flögrar krummi um og fylgist með viðburðum sem draga munu dilk á eftir sér; hann sér margt sem mannleg augu sjá ekki – peningar skipta um hendur, kettir eru keyrðir niður, hús brennd og menn skotnir eins og skepnur.

Þegar Ása finnur af tilviljun lík í malarhaugi norðan heiða ber margt fyrir augu sem áður hefur verið hulið – hvað rekur fólk til að ryðja öðrum úr vegi og hvað gerist þegar hömlurnar hverfa ein af annarri?

Kalt er annars blóð, sem sækir efnivið m.a. í Njálu, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 332 2007 Verð 2.065 kr.
Rafbók - 2016 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

5 umsagnir um Kalt er annars blóð

 1. Bjarni Guðmarsson

  
„Rosa skemmtileg … blautlegt á köflum … kynngimagnaður krimmi.“

  Gerður Kristný/Mannamál, Stöð2

 2. Bjarni Guðmarsson

  „… Ef eitthvað einkennir skrif hennar framar öðru er það nýsköpun og tilraunir með form og í þessari skáldsögu bregður Þórunn á skemmtilegan leik með formið, togar það og teygir í allar áttir og spinnur margra þræði í einu eins og meisturum einum er lagið … Hér er sögð saga blóðugra glæpa úr samtímanum og áður en yfir lýkur hafa líkin hrannast upp, drápin tengjast heimi fíkniefna og handrukkara og alls konar ástarflækjur blandast inn í málin … Sem glæpasaga er Kalt er annars blóð vel lukkuð en hér er fyrst og fremst um bráðskemmtilega samtímasögu að ræða þar sem lesandinn fær meira fyrir sinn snúð en oftast þegar lesnar eru sögur um glæpi.“
  Soffía Auður Birgisdóttir/Morgunblaðið

 3. Bjarni Guðmarsson

  „Í nýrri skáldsögu sinni, Kalt er annars blóð, tekur Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir sig hinsvegar til og heimfærir Brennu-Njálssögu uppá nútímann, og tekst barasta helvíti vel upp … Persónusköpun er sömuleiðis einn af mikilvægustu þáttunum í því sem gerir góða glæpasögu, svo ekki verður betur séð en að hér sé komið brúðkaup aldarinnar … þá tekst höfundi sérlega vel upp í þessari yfirfærslu í tíma, blandaða glæpaplotti sem sömuleiðis er fimlega unnið.“
  Úlfhildur Dagsdóttir/bokmenntir.is

 4. Bjarni Guðmarsson

  „… þetta er enginn venjulegur krimmi … Það eru ótrúlega margir boltar á lofti í þessari sögu, hún skemmtir lesandanum á mörgum plönum, er spennandi, fyndin og alvarleg allt í senn.“
  Jón Yngvi Jóhannsson/Ísland í dag, Stöð 2

 5. Bjarni Guðmarsson

  „Þórunn Valdimarsdóttir er ekki einhöm. Næst á eftir hinni miklu ævisögu Matthíasar Jochumssonar sálmaskálds og höfundar sjálfs þjóðsöngs Íslendinga gefur hún nú út krimma … en að sjálfsögðu er þetta engin venjuleg glæpasaga … Stíll bókarinnar í heild er óvenjulega fjölskrúðugur, orðmargur en reynir þó að ná hversdagsorðfæri og eðlilegri hrynjandi talmáls. Það er erfitt að segja hvort stíllinn hefur sín áhrif á það hvernig bókin kallar á virkan lestur, af því að sagan gerir það svo mjög sjálf, en eitt er víst: maður skemmtir sér.“
  Silja Aðalsteinsdóttir/tmm.is

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *