Þú ert hér://Mörg eru ljónsins eyru

Mörg eru ljónsins eyru

Höfundur: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

Glæsikonan og sjónvarpsþulan Guðrún Óðinsdóttir hefur örlög margra í hendi sér. Mennirnir eru allnokkrir og elska hana allir. Hverjum er hún verst? Hvern elskar hún mest? Þegar maður finnst með höfuðið sundurskotið þarf rannsóknarlögreglumaðurinn Leó að grafast fyrir um fortíð hins látna.

Þórunn vefur á snilldarlegan hátt örlög persóna sinna í sögu þar sem afbrýðisemi og græðgi ráða för. Þessi skáldsaga kallast á við Kalt er annars blóð sem sótti efnivið sinn til Njálu en hér er leitað í Laxdælu.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 324 2010 Verð 2.065 kr.
Kilja 324 2010 Verð 2.370 kr.
Rafbók - 2016 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

3 umsagnir um Mörg eru ljónsins eyru

 1. Bjarni Guðmarsson

  „… bókmenntaverk sem snertir margar taugar í nútímamönnum um eðli samskipta okkar, ekki síst ástina.“
  Gauti Kristmannsson/Víðsjá,RÚV

 2. Bjarni Guðmarsson


  „… breið skáldsaga um ástina og dauðann, eins og allar aðrar góðar sögur, og mörgum þrepum ofar í bókmenntastiganum en formúlubókmenntirnar.“
  Friðrika Benónýsdóttir/Fréttablaðið

 3. Bjarni Guðmarsson


  „… af þeim skáldsögum sem þessi penni hefur lesið á þessu hausti er Mörg eru ljónsins eyru sú merkilegasta vegna stílgáfu, næmni og skáldlegra tilþrifa. Þessa bók verða menn að lesa hægt og helst hafa yfir orðin til að finna galdurinn.“
  Páll Baldvin Baldvinsson/Fréttatíminn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *