Þú ert hér://Upp á líf og dauða

Upp á líf og dauða

Höfundur: Jónína Leósdóttir

Upp á líf og dauða er spennusaga sem skrifuð er í gamansömum tón en fjallar þó um háalvarlegt efni, þ.e. þunglyndi og sjálfsvígshættu.

Hrönn, sem er á fyrsta ári í framhaldsskóla, finnur ljóð sem henni finnst skrifað af einhverjum sem líður svo illa að hann/hún sé að íhuga að taka eigið líf. Fimm krakkar koma til greina sem höfundar ljóðsins, þrír strákar og tvær stelpur, og Hrönn fær tvíburabróður sinn og bestu vinkonu til að hjálpa sér að finna þann sem skrifaði ljóðið og koma viðkomandi til hjálpar. Krakkarnir þrír kynna sér því þunglyndi og sjálfsvígshættu og er upplýsingum frá Landlæknisembættinu fléttað inn í bókina.

Bókin er fyrir unglinga frá og með 8. bekk grunnskóla og upp í framhaldsskóla. Þetta er tíunda bók höfundar, þar af fimmta bók Jónínu fyrir unglinga.

 

Verð 3.520 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 179 2011 Verð 3.520 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

5 umsagnir um Upp á líf og dauða

 1. Nanna Rögnvaldardóttir

  „Bókin beinir sjónum að öllum hliðum unglingsáranna. Með því að viðurkenna þunglyndi meðal ungmenna og fjalla um það sem ástand sem má lækna og meðhöndla hjálpar höfundurinn til við að aflétta þöggun sem oft ríkir um geðsjúkdóma.“
  Natalie M. Van Deusen / Bookbird IBBY

 2. Nanna Rögnvaldardóttir

  „Skilaboðin eru skýr og það er gott því allt of algengt er að skilaboð til ungs fólks séu misvísandi og geri lítið til að hjálpa þeim að fóta sig í lífinum.“
  María Bjarkadóttir, Bókmenntavefurinn (www.bokmenntir.is)

 3. Nanna Rögnvaldardóttir


  „Hrönn er bæði skemmtileg og marghliða persóna. Hún er klár, sjálfstæð og úrræðagóð án þess að vera fullkomin. … Feisbúkk, gúggl, SMS og iPodar eru gríðarstór hluti af tilveru krakkanna, umræðuefnin trúverðug og málfarið er mjög sannfærandi.“
  Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið

 4. Nanna Rögnvaldardóttir


  „Jónína er flinkur og fjölhæfur höfundur og virðist geta skrifað áreynslulaust um hvaðeina. Unglingabækur hennar hafa verið vinsælar og unnið til verðlauna og þessi nýjasta viðbót, þar sem fjallað er um háalvarlegt efni, án þess að bókin verði nokkurn tímann dapurleg, hefur alla burði til að fá jafn góðar viðtökur.“
  Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið

 5. Nanna Rögnvaldardóttir


  „Sagan er skemmtileg, keyrð áfram af samtölum sem draga fram ólíka persónuleika í hópnum, ólíkar skoðanir. … Sagan er prýðilega hugsuð og vel sett saman, verður hvergi klisjukennd.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund