Sofðu ást mín
2016

Sofðu ást mín

Höfundur: Andri Snær Magnason

Barn í Lapplander-jeppa leitar að griðastað fyrir randaflugu uppi á hálendinu, ungur maður leitar að orði sem nær yfir ástina, nýbakaður faðir fer í pílagrímaferð til Lególands og allir draumar rætast þegar fjárfestir kaupir sér risaeðlu og heldur einkapartí með Duran Duran.

Sofðu ást mín geymir sjö raunsæjar og persónulegar sögur eftir Andra Snæ Magnason. Saman mynda þær einlægan streng sem fyllir upp í óvenju fjölbreytt höfundarverk hans.

Bækur Andra Snæs hafa notið gríðarlegra vinsælda og unnið til verðlauna innan lands og utan. Fyrir sléttum tuttugu árum sendi hann frá sér smásagnasafnið Engar smá sögur sem enn nýtur mikilla vinsælda. Hér koma loksins nýjar smásögur eftir þessa einstöku rödd í íslenskum bókmenntum.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 48 mínútur að lengd. Andri Snær Magnason les.