Englablóð er níunda ljóðabók höfundar og Hendur morðingjans sú tíunda.

Ljóðin fjalla um samband, sambandsslit, ástmissi og ást. Hér eru á ferðinni bæði prósar sem fást við öngþveiti hins mannlega ástands og angurvær ljóð sem láta engan ósnortinn. Einlæg tjáning höfundar um sjálfan sig og heiminn sem hann lifir í.

Það er hér sem minningin bærist
tvíburasálir þurfa ekki ljós

Orðin sem voru brautir
eru bænir þeirra sem lifa

Maður verður að hafa óreiðu í sér
til að geta fætt dansandi stjörnur