Þú ert hér://Hasim

Hasim

Höfundur: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Sex ára indverskur strákur er settur aleinn upp í lest og endar sólarhring síðar í stórborg þar sem enginn tekur á móti honum og fólk talar framandi tungumál. Næstu árin er hann umkomulaus og einn í heiminum. Sumir eru honum góðir en hann verður líka fyrir ofbeldi og misnotkun.

Svo er hann sendur yfir hálfan hnöttinn, úr hitanum og mannþrönginni í Kalkútta í snjóinn og fámennið í Þorlákshöfn; úr örbirgð í allsnægtir. Allt í einu á hann foreldra og systkini – en enginn skilur hann og hann skilur engan. Og að ári liðnu er hann aftur einn. Beiskur, sár, ráðvilltur og rótlaus. Rændur tungumáli sínu og menningu. Hann fer til Indlands að leita að fjölskyldu sinni – og finnur hana en ekki svörin sem hann leitaði að.

Hasim Ægir Khan á sér ótrúlega sögu – sögu af hrakningum, höfnun, baráttuvilja og dug. Hann hefði getað endað á ruslahaugunum að eigin sögn en vann þess í stað að lokum í fjölskyldulottóinu. Stundum fara þó afturgöngurnar í höfðinu á stjá og sárin svíða.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, höfundur bókarinnar, er löngu þjóðkunn fyrir skrif sín og störf við sjónvarp og útvarp. Hún nálgast viðfangsefnið af fágætu næmi og samúð með aðalsöguhetjunni og þeim sem reyndu að hjálpa en gáfust upp.

Frá 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 198 2018 Verð 3.390 kr.
Rafbók - 2018 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

3 umsagnir um Hasim

 1. Arnar Tómas

  „…fantavel skrifuð. Nær að segja sögu þessa barns og unga manns af næmni án allrar dramatíkur og ásökunar.“

  Hólmfríður Árnadóttir talmeinafræðingur

 2. Arnar Tómas

  „Frásögn Þóru Kristínar er grípandi og hlýleg… vakning í heimi þar sem börn og unglingar eru á flótta um heiminn og leita skjóls í samfélagi okkar.“

  Kristjana Guðbrandsdóttir

 3. Arnar Tómas

  „…þetta er mikilvæg saga, sér í lagi nú á tímum þverrandi mannvirðingar og hækkandi múra.“

  Halla Harðardóttir

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *