Þú ert hér://Kver um kerskni og heimsósóma

Kver um kerskni og heimsósóma

Höfundur: Helgi Ingólfsson

Helgi Ingólfsson er rithöfundur og framhaldsskólakennari. Eftir hann liggur tugur skáldsagna af ýmsum toga, smásagnasafn, ljóðabók og margt annað hráviði af ritvellinum. Meðal skáldsagna eru Letrað í vindinn – Samsærið sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 1994, Þegar kóngur kom sem hlaut Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun 2010, og Andsælis á auðnuhjólinu, en eftir þeirri bók var gerð kvikmyndin Jóhannes, með Ladda í aðalhlutverki.

Hér er að finna vísur af ýmsu tagi, einkum gamanmál þar sem skopast er með dægurþras líðandi stundar og stjórnmálamenn teknir á beinið, stundum nokkuð stórkarlalega, en inn á milli eru einnig alvarlegri ljóð og stökur. Form ljóðanna eru af ýmsum toga – kvæði, drápur, limrur, ferskeytlur, slitrur, sléttubönd – en undantekningarlítið er ort í samræmi við hefðbundna bragfræði, með ljóðstöfum og rími.

Verð 4.290 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 192 2018 Verð 4.290 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /

Eftir sama höfund