Þú ert hér://Með sumt á hreinu: Jakob Frímann lítur um öxl

Með sumt á hreinu: Jakob Frímann lítur um öxl

Höfundur: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

Jakob Frímann Magnússon á sér mörg andlit og kringum hann er alltaf líf og fjör. Hér dregur Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hins vegar fram annan Jakob – mýkri og alvarlegri.

Það vantar ekki góðar sögur; ljúfar stundir hjá afa og ömmu á Akureyri kvikna og uppvöxturinn hjá „músíkölsku pari“ í Hlíðunum meðan allt lék í lyndi, menntaskólaárin í MH þar sem til varð skrýtin skólahljómsveit – Stuðmenn – sólskinsstundir í Los Angeles , sveiflan í London.

Jakob rekur af hispursleysi sára örlagasögu móður sinnar, talar um konurnar í lífi sínu, segir frá félögunum í Stuðmönnum, sköpunargleðinni, árekstrunum og vináttunni. Og hér eru raktar ráðgáturnar í lífi Jakobs þar sem sumt er komið á hreint – en annað ekki.

Allt þetta skráir Þórunn af sinni alkunnu snilld. Í henni mætast sagnfræðingur og skáld og vinna saman að því að draga upp heillandi mynd af margbrotnum manni.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 790 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 400 2011 Verð 2.580 kr.
Hljóðbók Mp3 2012 Verð 790 kr.
Rafbók - 2011 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

6 umsagnir um Með sumt á hreinu: Jakob Frímann lítur um öxl

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Stórskemmtileg og einlæg saga manns sem hefur frá margfalt fleiru að segja en flestir hans líkar.“
  Kjartan Guðmundsson/Fréttablaðið

 2. Bjarni Guðmarsson


  „… bókin fangar rödd [Jakobs] algjörlega … Þetta er mjög skemmtileg og áhugaverð bók og skýr mynd af Jakobi Frímanni Magnússyni.
  Þorgeir Tryggvason/Virkir morgnar, Rás 2

 3. Bjarni Guðmarsson


  „Það verður enginn svikinn af því að teyga úr sagnabrunni Jakobs Frímanns … Þetta er frábær ævisaga manns sem er margt til lista lagt. Og hún er sögð af einlægni hjarðmanns hins holdlega krafts.“
  Reynir Traustason/DV

 4. Bjarni Guðmarsson


  „… það sem gerir bókin bitastæða er einkum og helst að sögumaðurinn er ekki í feluleik gagnvart lesendum sínum … frábær sögumaður með einstakt tungutak en síðast en ekki síst er hann ærlegur, svo af ber.“
  Sigurður Bogi Sævarsson/Morgunblaðið

 5. Bjarni Guðmarsson


  „Bráðskemmtilegur sögumáti skín í gegnum allt verkið … Hér stígur fram einstaklingur sem á að baki merkilegan og mikilvægan feril á mörgum sviðum og talar tæpitungulaust um erindi sitt hér á jörð. Með sumt á hreinu mun því verða mælistika á margar aðrar bækur úr sama geira sem gefnar eru út sem ævisögur.“
  Páll Baldvin Baldvinsson/Fréttatíminn

 6. Bjarni Guðmarsson


  
„… rós í hnappagat … frábær bók sem rennur svo vel að hrein unun er að … lagði hana frá mér með bauga undir augum því ég gat ekki hætt að lesa hana, svo skemmtileg er hún … Hreinskilnin er til eftirbreytni og gerir alla bókina enn betri … Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir skráir af listfengi.“
  Steingrímur Sævarr Ólafsson/pressan.is

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *