Þú ert hér://Morgunþula í stráum

Morgunþula í stráum

Höfundur: Thor Vilhjálmsson

Árið 1234 hélt íslenski stórhöfðinginn Sturla Sighvatsson suður til Rómar til þess að fá aflausn páfa fyrir misgjörðir sínar og var leiddur þar milli höfuðkirkna eins og segir frá í Sturlungu. Þá stóð hann á hátindi ferils síns og stefndi hærra. Hann ætlaði að ná æðstu völdum á Íslandi og hafði allt til að bera: auð, öfluga bakhjarla og atgervi.

En eitthvað fór úrskeiðis hjá hinum glæsilega höfðingja og um það fjallar þessi mikla skáldsaga Thors Vilhjálmssonar sem hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 1998.

Morgunþula í stráum geymir dýrkeypta visku; hún er hugvekja um valdið og drambsemina, ofbeldið og kærleikann, uppgjör við þá hetjuhugsjón sem við höfum tekið í arf.

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 290 1998 Verð 990 kr.

1 umsögn um Morgunþula í stráum

  1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

    „Það sem einkennir þessa sögu er margbreytileiki stílsins. Hann spannar allt frá ofurnæmri og hæglátri ljóðrænu til sprellandi frásagnarfjörs. … Morgunþula í stráum [hefur] alla burði til að rata að hjarta lesenda íslenskra bókmennta engu síður en Grámosinn glóir. Þetta er aðgengilegur texti sem ber bestu höfundareinkennum Thors Vilhjálmssonar glöggt vitni; stílgáfa hans og ljóðræn myndvísi haldast hér vel í hendur við spennandi sagnaþræði ofna úr fornum sögum, minningum og vitund Íslendinga.“
    Soffía Auður Birgisdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund