Þú ert hér://Múffur – í hvert mál

Múffur – í hvert mál

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Það er einfalt, auðvelt og fljótlegt að baka góðar og girnilegar múffur sem henta við hvert tækifæri, frá morgni til kvölds:

– Hollar og orkuríkar morgunmúffur, grófar og trefjaríkar, sykur- og fitulitlar.
– Hádegismúffur til að hafa í nestið, borða með súpunni eða bera fram sem hádegissnarl eða helgarbröns.
– Ljúffengar múffur fyrir kaffiboðið eða veisluna – með ávöxtum, súkkulaði og alls konar góðgæti.
– Kvöldverðarmúffur sem fjölskyldan kann að meta, til dæmis pylsumúffur og skinkumúffur, frábærar með salati – eða einar sér.
– Hversdagsmúffur með kvöldkaffinu eða á eftir grillmatnum.
– Múffur fyrir hund og kött.

Nanna Rögnvaldardóttir er löngu orðin landsþekkt fyrir skrif sín um mat og matargerð. Hún hefur sent frá sér á annan tug vinsælla matreiðslubóka, meðal annars Jólamat Nönnu og Stóru Matarbókina.

Verð 3.290 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 111 2012 Verð 3.290 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

3 umsagnir um Múffur – í hvert mál

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Uppskriftirnar í bókinni eru hver annarri girnilegri, úrvalið er fjölbreytt … Það er ekkert óþarfa vesen eða tilgerð, ekkert gervilegt við myndirnar eins og stundum er í kokkabókum og mér til ánægju varð afraksturinn hjá mér ekkert ósvipaður myndunum. Ég mæli óhikað með þessari bók fyrir alla áhugasama múffubakara.“
  Eyja Margrét Brynjarsdóttir / Druslubækur og doðrantar

 2. Bjarni Guðmarsson


  „Í inngangi bókarinnar segir Nanna að múffur séu hennar uppáhaldsbakkelsi sökum þess hversu einfaldar, fljótlegar, góðar og ótrúlega fjölbreyttar þær geta verið. Óhætt er að taka undir með Nönnu, því eftir að hafa bakað ófáar uppskriftir bókarinnar má ljóst vera að það tekur enga stund að skella í gómsætar múffur sem reyndar eru bestar nýbakaðar og rjúkandi heitar. Eitt helsta einkennið á bók Nönnu er hversu afslappað viðhorf höfundur hefur til matseldar og er það afar þakklátt.“
  Silja Björk Huldudóttir / Morgunblaðið

 3. Bjarni Guðmarsson


  „Einstaklega handhæg og afar hentug fyrir þá sem ekki eru vanir að baka … Bókin hefur raun að geyma allar þær upplýsingar sem þú þarft, ætlir þú að læra að baka góðar múffur. … Það er algjör óþarfi að láta íhaldssemina halda sér frá þessari bók því hún er þrælsniðug á allan hátt.“
  Sólrún Lilja Ragnarsdóttir / DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund