Fáum höfundum er jafn lagið og Steinunni Sigurðardóttur að láta litróf tilfinninganna ljóma ofurskýrt í höfði lesandans.

Ástin og sorgin birtast hér í sínum margbrotnu myndum í einstakri og áhrifamikilli skáldsögu um óvenjulegan uppvöxt með sérvitrum foreldrum, um æskuástina sem snýr aftur, um hugástir og ástarþráhyggju, og skuggana sem lita líf okkar.

Sólskinshestur hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2005.