Þú ert hér://Vélmennaárásin: bernskubrek Ævars vísindamanns #2

Vélmennaárásin: bernskubrek Ævars vísindamanns #2

Höfundur: Ævar Þór Benediktsson

Þekkir þú einhvern sem vill helst hanga í tölvunni allan daginn? Þannig var Ævar vísindamaður þegar hann var ellefu ára. Það gekk meira að segja svo langt að hann skráði sig í sumarskóla til að þurfa ekki að vera úti í sólinni. En það reyndist vera stórhættuleg ákvörðun. Þetta var nefnilega enginn venjulegur skóli …

Fyrsta sagan um bernskubrek Ævars vísindamanns, Risaeðlur í Reykjavík, sló rækilega í gegn og hér halda ævintýrin áfram.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 192 2016 Verð 3.390 kr.
Hljóðbók Mp3 2016 Verð 3.390 kr.
Rafbók - 2018 Verð 990 kr.

3 umsagnir um Vélmennaárásin: bernskubrek Ævars vísindamanns #2

 1. Bjarni Guðmarsson


  „Það er frábært að lesa bók sem fjallar um öðruvísi ævintýri og sem kennir krökkunum í leiðinni, meðal annars er fjallað um gervigreind, binary kóða og forritunarmál. Persónur sögunnar eru skemmtilegar og auðvelt er að setja sig í spor þeirra. Mér finnst frábært að aðalsöguhetjurnar séu góðar í einhverju öðru en íþróttum og eru í rauninni „nördar“ …“
  Erla Jónasdóttir/Nörd Norðursins

 2. Bjarni Guðmarsson


  „Ævari [tekst] að búa til skemmtilegan söguheim sem auðvelt er að tengja við þó atburðirnir í honum séu langt fyrir utan raunveruleikann … eða hvað?“
  Ingveldur Geirsdóttir/Morgunblaðið

 3. Elín Edda Pálsdóttir

  „Risaeðlur í Reykjavík er ótrúlega skemmtileg, fyndin og ævintýraleg bók. Ég las hana fyrir átta ára dóttur mína. Ég veit ekki hvort hló meira, ég eða hún.“
  ÓVÓ/Vikan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *