Áhrif mín á mankynssöguna

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2003 990 kr.
spinner

Áhrif mín á mankynssöguna

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2003 990 kr.
spinner

Um bókina

Jón er ljósmyndari á dagblaði í London. Á aðfangadagsmorgun heldur hann heim til Íslands í langþráð jólafrí. Um leið hefst rás óvæntra og undarlegra atburða sem í fyrstu virðast ekki eiga sér nokkra haldbæra skýringu. Smám saman kemur í ljós að rætur þeirra teygja sig aftur í kolsvarta eyðu í minni söguhetjunnar. Stóra spurningin er: Getur verið að í þessu svartholi hafi hann óafvitandi haft áhrif á mannkynssöguna?

Guðmundur Steingrímsson er fæddur árið 1972. Hann er heimspekingur og tónlistarmaður, en einnig blaðamaður og rithöfundur. Þá hafa hnyttnir og skarpskyggnir pistlar hans í fjölmiðlum fengið margan til að brosa í kampinn. Áhrif mín á mannkynssöguna er fyrsta skáldverk hans; frumleg, ígrunduð og meinfyndin saga um klónun Jesú, rauðhærða konu, ráðvilltan mann, týnda ferðatösku og … mannkynssöguna.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning