Þú ert hér://Leitin að Blóðey – ótrúleg ævintýri afa

Leitin að Blóðey – ótrúleg ævintýri afa

Höfundur: Guðni Líndal Benediktsson

Þegar Kristján er sendur snemma í rúmið ákveður afi gamli að trúa honum fyrir ansi svakalegri sögu. Þetta er ótrúlegt ævintýri sem gerðist á hans yngri árum þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en þó er hún ótrúlegri en nokkuð sem Kristján hefur heyrt.

Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2014.

Myndir gerði Ivan Cappelli.

Verð 3.790 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin - 2014 Verð 3.790 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

3 umsagnir um Leitin að Blóðey – ótrúleg ævintýri afa

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… bráðskemmtileg og spennandi bók … Bókin verðskuldar sannarlega verðlaunin og ungir sem eldri bókaormar eiga án efa eftir að gleypa hana í sig með mikilli ánægju.“
  Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Frásögn afa er bæði full af ýkjum og ótrúlegum atburðum en framsetningin er full af húmor og glettni. Afi er flinkur sögumaður sem kann að halda athygli hlustandans/lesandans og vekja áhuga á sögunni.“
  María Bjarkadóttir / Bókmenntavefurinn

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Sagan er vel skrifuð og fyrst og fremst brjálæðislega fyndin …. Sagan er lipurlega
  framsett og augljóst er að höfundur hefur afar gaman að því að skrifa hana, það skín gegn og sagnagleðin smitar lesandann. Hún er þétt og heildstæð, þótt sögumaður komi sífellt inn alls kyns útúrdúrum sem eru hver öðrum fyndnari … Bráðfyndin saga með frábærum persónum sem ætti að höfða bæði til barna og foreldra þeirra.“
  Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *