Í Veikindadögum segir frá sjúkrahúslífi, sveitamennsku, kynlífi, veiðiskap, fjarlækningum, heyskap og flugvélum. En þó er bókin mest um þessa afskekktu eyju þar sem borgarbörnin ímynda sér að þau séu upprunnin úr sveit sem búið er að selja útlendingum. Hér er fléttað saman lausamáli og kveðskap þannig að úr verður hrífandi saga. Veikindadagar er önnur bók Hlyns Grímssonar sem er starfandi læknir í Reykjavík.

Ég leyfi börnunum að koma til mín
sem koma inn sturluð
eftir alla neysluna
ég sprauta þau niður
og á morgun útskrifast þau
til þess að geta farið
og stungið sig aftur á snældunni
og sofið í milljón ár.