Þú ert hér://Vetrarmyndin

Vetrarmyndin

Höfundur: Þorsteinn frá Hamri

Stef um haustið, lögmálið og ljósið

Haustið svifaði
hraglandanum í fjúk
á svefnbökkum
síðustu slægna.

*

Lögmálið ákvarðar allt
um trén,
hvaða tegund sem er.

*

Mér var enn
mold í hug,
úrkomuvottur í augum.

*

Vorgeisli hrökk
sem neisti í nóvembertundrið:

sértu skyggn
muntu sjá hvar eldrákin fleygar
dægrin dimm.

Ljóðabókin Vetrarmyndin kom út árið 2000.

Verð 2.180 kr.

Ekki til á lager

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 56 2000 Verð 2.180 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

Eftir sama höfund