Guðreður eða Loddarinn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2019 116 2.990 kr.
spinner

Guðreður eða Loddarinn

2.990 kr.

Guðreður eða Loddarinn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2019 116 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Molière skrifaði Tartuffe 1664. Loðvík fjórtándi Frakklandskonungur bannaði fyrstu gerð verksins og það var ekki fyrr en 1669 sem það fékkst aftur sett á svið og kom í kjölfarið út á prenti.

Síðan hefur það verið sett upp ótal sinnum og ævinlega vakið sterk viðbrögð, einkum kirkjunnar manna. Og enn á ný fer þetta magnaða leikverk eins og eldur í sinu um evrópskar leikhúsfjalir, enda er það sígild stúdía á þeim sem sigla undir fölsku flaggi og nýta sér auðtrúa fólk í eigingjörnum tilgangi.

Í þýðingu sinni fylgir Hallgrímur Helgason frumgerðinni að efni og formi. Þar lýkur sérhverri línu á rímorði, og hér er stuðlasetningu bætt við að íslenskum sið. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta frægasta verk hins franska meistara birtist þannig á íslensku. Í meðförum Hallgríms hefur aðalpersónan Tartuffe hlotið nafnið Guðreður og dregur íslensk gerð verksins titil sinn af því.

Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2016 fyrir þýðingu sína á Óþelló eftir William Shakespeare.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning