Ríkey var tíu ára þegar hún missti föður sinn í snjóflóði en hann var foringi bændanna í dalnum í baráttu þeirra gegn virkjun sem átti að reisa.

Fimmtíu árum seinna á Ríkey fyrst afturkvæmt á æskustöðvarnar til þess að fylgja móður sinni til hinstu hvílu við hlið föðurins í kirkjugarði sveitarinnar. Minningar bernskuáranna vakna af dvala og varpa um leið ljósi á ævintýralegt lífshlaup heimskonunnar Ríkeyjar.