Hérna eru fjöllin blá

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2019 64 2.890 kr.
spinner

Hérna eru fjöllin blá

2.890 kr.

Hérna eru fjöllin blá
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2019 64 2.890 kr.
spinner

Um bókina

Hérna eru fjöllin blá er áhrifaríkur og umbreytandi leiðangur um völundarhús samskipta, samfélags og drauma, um steinvölurnar sem okkur er kennt að elta, sársaukann og stefnumót við fögnuðinn.

Melkorka Ólafsdóttir er tónlistarkona og dagskrárstjóri tónlistar í Hörpu. Áður hefur hún sent frá sér ljóðaheftin Unglingsljóð (2000) og Ástarljóð (2004), auk þess að eiga sjötta hlut í ljóðabókum Svikaskálda.

Hérna eru fjöllin blá
er hennar fyrsta ljóðabók í fullri lengd.

Stig

Marðar á iljum
tvístígum við í rökkrinu

eftir liggja
gamlir hugarórar
hlægilegir

gljáandi kvoða
úr sárum trjánna
umvafin árhringjum

einhver okkar sér hana
týruna á sléttunni

allan þann tíma
hafa opnar blómkrónurnar
vitnað um fegurðina

INNskráning

Nýskráning

nýskráning